Um okkur


Litla bílasalan var stofnuð árið 1991 og var hún til húsa í Skeifunni 11b í Reykjavík. Stofnendur voru Sævar Baldursson og Jón Garðarsson, ráku þeir bílasöluna í 1 ár. Árið 1992 urðu eigendaskipti á Litlu bílasölunni, Sveinbjörn Sveinsson keypti Litlu bílasöluna í september 1992. Í apríl 1995 flutti Litla bílasalan starfsemi sína að Skógarhlíð 10 Reykjavík. Um áramótin 1998 tók Stefán Þór Sveinbjörnsson (sonur Sveinbjörns) við rekstri Litlu bílasölunnar og rekur hann hana í dag. Í maí 1999 flutti bílasalan að Funahöfða 1 í Reykjavík.

Þann 11. júní 2005 flutti bílasalan á nýtt og mun stærra svæði í Bílakjarnanum að Eirhöfða. Þar er tæplega 400fm innisalur og útistæði fyrir 130 bíla.

Starfsmenn


Stefán
Stefán Þ. Sveinbjörnsson
Löggiltur bifreiðasali
Sími 587 7777
Helgi
Helgi H. Hansson
Söluráðgjafi
Sími 587 7777
Þórður
Þórður Gunnarsson
Söluráðgjafi
Sími 587 7777

Staðsetning

Þú finnur sölusalinn okkar að Kletthálsi 2, 110 Reykjavík

Verðskrá

Sölulaun eru 4,15% + vsk. af söluandvirði ökutækis. Lágmarkssölulaun eru 80.150 kr. m/vsk.

Birt með fyrirvara um villur og/eða breytingar.

Opnunartími

mánudagur
10:00 - 17:00
þriðjudagur
10:00 - 17:00
miðvikudagur
10:00 - 17:00
fimmtudagur
10:00 - 17:00
föstudagur
10:00 - 17:00
laugardagur
12:00 - 15:00
Lokað er á laugardögum frá 1. júní til 31. ágúst.

Rekstraraðili

Litla bílasalan ehf.
Kletthálsi 2, 110 Reykjavík
Kt. 5809861109
Vsk.nr. 96361

Félagið er einkahlutafélag sem skráð er í hlutafélagaskrá og starfar samkvæmt starfsleyfi útgefnu af Sýslumanninum í Reykjavík.